Upphafið

Purity Herbs var stofnað á Akureyri 1994.  Stofnendur þess voru Ásta Kristín Sýrusdóttir og André Raes.

Kveikjan að stofnun Purity Herbs var af einskærri af tilviljun. André átti áhugamál sem tók hug hans allan en það var að búa til krem, olíur og te úr jurtum og öðrum náttúruefnum.

Eftir að hann fluttist til Íslands opnaðist honum nýr heimur í þessu sambandi því þar óx fjöldinn allur af heilnæmum, villtum og hreinum jurtum sem hann gat nýtt í þessa tilraunastarfsemi sína. Afraskturinn fór til vina og vandamanna til að reyna að draga úr húðkvillum og bæta ástand húðarinnar.

Á þessum tíma, árið 1993 vann Ásta á leikskóla í bænum og þar var lítill drengur sem var með mikil útbrot og exem.  Ásta fékk leyfi hjá móður drengsins til  að bera á hann eitt af þessum jurtakremum.  Árangurinn lét ekki á sér standa, á nokkrum dögum voru útbrotin næstum gróin og húðin nánast orðin heilbrigð. Þetta einstaka krem var kallað "Undrakrem" og heitir enn í dag.

Næstu skref

Það vildi svo til að afi drengsins var Böðvar Jónsson apótekari í Akureyrarapóteki, hann undraðist mjög þessa einstöku virkni í kreminu og kom að máli við Ástu og hvatti þau til að hefja framleiðslu á þessum sérstöku náttúruvörum svo fleiri fengju að njóta góðs af Undrakreminu og öðrum græðandi kremum.

Með ráðgjöf, hvatningu og hjálp Böðvars og Iðnþróunarfélagsins var Purity Herbs stofnað og hjólin fóru að snúast og þar með Purity Herbs orðið fyrsta snyrtivörfyrirtækið á Íslandi til að framleiða náttúrulegar snyrtivörur.

Nútíminn

í dag meira en tveimur áratugum síðar er Purity Herbs sérhæft í 100% náttúrlegum húðvörum, og framleiðir yfir 50 mismunandi tegundir sem henta öllum aldurshópum og allar húðgerðir.

Vörur Purity Herbs er seldar um allt land og í mörgum löndum um allan heim og er ennþá vaxandi fyrirtæki.